Monday, July 28, 2014

My daughter's confirmation guest book / Fermingargestabók frumburðarins

My first born, my lovely daughter, had her confirmation at our church on april 12th this year. She asked me to make a guestbook for the party, a book that we could also put the confirmation photos in later. So I took a boring old book, ripped all the pages out and used the book cover as a base for my little guestbook/album. My daughter loved the book and her best friend asked me make one for her and so I did :). I guess the photos can show you the rest :)

Frumburðurinn, fallega dóttir mín, fermdist þann 12. apríl síðastliðinn. Hún bað mig um að búa til gestabók fyrir veisluna, bók sem væri líka hægt að setja fermingarmyndirnar inní seinna. Ég tók gamla og hundleiðinlega bók og reif úr henni allar blaðsíðurnar og notaði bókakápuna sem grunn fyrir gestabókina/albúmið. Skvísan var hæstánægð með bókina og besta vinkona hennar bað mig um að gera svona handa henni líka og auðvitað varð ég að ósk hennar :). Ætli myndirnar sýni ykkur ekki bara restina :)
Thanks for having a peek! :)
Takk fyrir að kíkja til mín :)


Monday, July 7, 2014

Finally posting... two mixed media layouts

Hi lovely people!

Just a quick share before I go to sleep... I'm currently experimenting with the mixed media style and today I'm sharing two of my latest mixed media layouts. My favourite media to play with at the moment is water-soluble wax pastels. I just love them!
Well I'm off to bed... thank you for having a peek at my blog!

Hæ frábæra fólk!

Langaði bara að deila með ykkur tveimur mixed media síðum áður en ég fer í háttinn. Nýjasta æðið í scrapbooking heiminum er mixed media stíllinn þar sem allskonar málning og efni eru notuð. Það má kannski þýða mixed media sem "blönduð aðferð" þar sem allskonar aðferðum og efnum er blandað saman. Uppáhalds "stöffið" mitt í augnablikinu eru vatnsleysanlegir vaxlitir. Þeir eru alveg dásamlegir og rosalega gaman að leika sér með þá, skora á ykkur að prufa! Takk til ykkar sem nennið að kíkja hér við :)
xo Helga Lind


Friday, March 7, 2014

Fyrsta árið mini-albúm / The first year mini-album

Þó ég elski að skrappa stórar síður og gera stór 12*12 albúm þá langaði mig að prufa að útbúa mini albúm alveg frá grunni með því að nota pappa úr cheerios pökkum og bylgjupappa úr pizzakössum. Ég ákvað að gera albúm um fyrsta ár yngsta ungans míns og nota bara "instagram" stærð af myndum og hafa þær allar svarthvítar. Það var ágætis hugmynd að hafa þær svona litlar því þá gat ég komið miklu fleiri myndum fyrir í albúminu. Þegar grunnurinn af albúminu var kominn þá klæddi ég síðurnar í munsturpappír og notaði gesso til að hvítta það sem ég vildi hvítta og svona texture paste til þess að gera upphleyptan múrsteinavegg. Svo var auðvitað notuð blúnda og efnisafgangar sem ég átti eftir að amma hans saumaði á hann skírnarkjólinn. Einnig útbjó ég pappírsblúndur til þess að ramma inn síðurnar í albúminu. Mig langaði að hafa albúmið svolítið "shabby chic" og pínu hrátt, notaði ekki mikið skraut... á mælikvarða skrappara allavega :) Inní albúmið bjó ég svo til allskonar flettialbúm til þess að koma eins mörgum myndum fyrir og ég þurfti til að spanna allt fyrsta ár ungans. Hér má svo sjá afraksturinn í myndum (ýtið á myndirnar til að sjá þær stærri), en þið getið líka séð myndband af albúminu hér ** Even though I love making big scrapbooking pages to fill 12*12 albums I really wanted to try something different. I decided to make a first year mini-album from scratch for my youngest son. I used cardboard from cheerios packages and corrugated cardboard from a pizza case to make the foundation for the mini-album and then dressed it in patterned paper, gesso, texture paste, lace and fabric. I wanted the album to look a bit shabby chic and raw and I´m happy with the way it turned out :) I made some paper-lace to frame the pages in. Some of the pages have extra pages on them so it was easy to fit many photos from his first year into the album. Here you can see the photos of the mini-album (click on the photos to see them larger) but you can also take a look at my video of the album here