Frumburðurinn, fallega dóttir mín, fermdist þann 12. apríl síðastliðinn. Hún bað mig um að búa til gestabók fyrir veisluna, bók sem væri líka hægt að setja fermingarmyndirnar inní seinna. Ég tók gamla og hundleiðinlega bók og reif úr henni allar blaðsíðurnar og notaði bókakápuna sem grunn fyrir gestabókina/albúmið. Skvísan var hæstánægð með bókina og besta vinkona hennar bað mig um að gera svona handa henni líka og auðvitað varð ég að ósk hennar :). Ætli myndirnar sýni ykkur ekki bara restina :)


























Thanks for having a peek! :)
Takk fyrir að kíkja til mín :)